Verjendastörf og réttargæsla

Á Lögþingi starfa sérfræðingar með víðtæka reynslu af verjanda- og réttargæslustörfum. Leggjum við mikla áherslu á að veita eins vandaða og skjótvirka þjónustu og hægt er. Bæði við rannsókn sakamála, á dómsstigi og við fullnustu refsinga.

Helstu verkefni sérfræðinga okkar á sviði sakamála:

  • Verjendastörf. Gæta hagsmuna skjólstæðinga okkar á rannsóknar og dómsstigi.
  • Réttargæslustörf. Gæta hagsmuna skjólstæðinga okkar á rannsóknar og dómsstigi.
  • Að krefjast miskabóta vegna ólögmætra rannsóknaraðgerða eða í kjölfar sýknudóms.
  • Að sækja miskabætur og skaðabætur handa brotaþola.
  • Að aðstoða einstaklinga þegar fullnusta refsinga þeirra er hafin eða við það að hefjast.
Dómur í Landsrétti - brot í nánu sambandi

Landsréttur dæmdi umbj. stofunnar í dag kr. 800.000 í miskabætur vegna margvíslegra brota sem hún varð fyrir af hálfu þáverandi kærasta síns í nánu sambandi.  Dóminn má lesa hér Guðbrandur Jóhanness...

LESA
Eftirlifandi maka dæmdar miskabætur í Landsrétti

Landsréttur kvað upp dóm í sl. viku þar sem eftirlifandi maka, voru dæmdar miskabætur úr hendi strætóbílstjóra, sem ekið hafði á eiginkonu hans með þeim afleiðingum að hún lést.  Ágreiningur var uppi...

LESA
Eftirlifandi maka dæmdar miskabætur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag í máli S-3865/2023 eftirlifandi maka (umbj. stofunnar), miskabætur úr hendi strætóbílstjóra, sem ekið hafði á eiginkonu hans með þeim afleiðingum að hún lést.  Ágr...

LESA