Guðbrandur Jóhannesson hrl. flutti nýverið mál í Hæstarétti í máli nr. 2/2025.
Málið var tekið til meðferðar hjá réttinum þar sem talið var að úrlausn málsins, einkum um heimfærslu háttsemi umbj. stofunnar til refsiákvæða, hefði verulega almenna þýðingu.
Vörnin sneri m.a. að því að brot gegn 1. mgr. 202. gr. hgl. jafngildi ekki sjálfkrafa broti gegn 1. mgr. 194. gr. hgl eins og Landsréttur hafði komist að í hinum áfrýjaða dómi. Enda væri um tvö sjálfstæð brot/refsiákvæði að ræða.
Skemmst er frá því að segja að Hæstiréttur sneri við forsendu Landsréttar og féllst á varnir umbj. stofunnar um að brot gegn 1. mgr. 202. gr. hgl., jafngildi ekki sjálfkrafa broti gegn 1. mgr. 194. gr. hgl.