Umbj. stofunnar var ákærður fyrir hlutdeild í stórfelldu fíkniefnalagabroti með því að hafa framleitt 9.8 kg af maríhúana. Guðbrandur Jóhannesson hrl. var skipaður verjandi mannsins.
Í vörninni var gagnrýnt að í ákæru væri ekki gerður greinarmunur á því hvort efnið væri unnið eða óunnið maríhúana. En ágreiningslaust var 9.8 kg af klipptri marihúanaplöntu var haldlagt í húsinu sem ekki var farið að vinna.
Í skýrslutökum við aðalmeðferð kom það skýrt fram í svörum sérfræðivitnis að maríhúanaplöntur geta rýrnað um allt að helming eftir að þær hafa verið klipptar niður. Jafnframt myndu þær rýrna enn meira þegar efnið væru unnið í framhaldi. Skv. vitninu myndu 9.8 kg af óunnu maríhúana verða 3-4 kg af unnu maríhúana.
Af þeirri ástæðu taldi dómurinn að ekki væri hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefði gerst sekur um stórfellt fíkniefnalagabrot. En til þess hefði fullunnið efni þurft að vera yfir 5 kg. samtals.