Slysabætur og tryggingar

Lögmannsstofan Lögþing hefur sérhæft sig í að veita einstaklingum ráðgjöf og þjónustu í slysa- og skaðabótamálum. Hjá lögmannsstofunni starfa lögmenn sem hafa yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á öllum þeim málaflokkum sem koma við sögu í meðferð slysa- og skaðabótamála.

Víðtæk þekking og reynsla lögmanna Lögþings á rekstri bótamála, tryggir hámarksárangur í samskiptum við tryggingafélög og fyrir úrskurðarnefndum og dómstólum. Lögmenn fyrirtækisins annast málið frá upphafi til enda. Kapp er lagt á að vera í beinu sambandi við umbjóðendur lögmannsstofunnar, þannig að þeir séu vel upplýstir um stöðu mála á hverjum tíma.

Þjónustan er umbjóðendum okkar ávallt að kostnaðarlausu ef engar bætur fást greiddar. Engar bætur, engin þóknun. Hafðu samband og kannaðu réttarstöðu þína endurgjaldslaust.

Eftirlifandi maka dæmdar miskabætur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag í máli S-3865/2023 eftirlifandi maka (umbj. stofunnar), miskabætur úr hendi strætóbílstjóra, sem ekið hafði á eiginkonu hans með þeim afleiðingum að hún lést.  Ágr...

LESA
Skaðabótaskylda Vátryggingafélags Íslands viðurkennd vegna vinnuslyss

Þann 27. apríl 2023 var uppkveðinn dómur í héraðsdómi Reykjavíkur í máli nr. E-4487/2022, þar sem viðurkenndur var réttur umbj. stofunnar til vátryggingarbóta úr slysatryggingu launþega, vegna líkamst...

LESA
Fallist á miskabætur vegna alvarlegrar líkamsárásar

Héraðsdómur kvað nýverið upp dóm þar sem umbj. stofunnnar voru dæmdar 1.5 mkr. í miskabætur eftir alvarlega líkamsárás. Fyrir hönd bótakrefjanda flutti málið Guðbrandur Jóhannesson hrl. 

LESA