Fasteignakaup og gallamál

Á Lögþingi starfa lögmenn sem hafa mikla reynslu að annast hagsmunagæslu fyrir bæði seljendur og kaupendur í fasteignakaupum. Hvort sem það er að innheimta eftirstöðvar kaupverðs vegna greiðsludráttar kaupanda eða bregðast við galla. Ef grunur er um galla er mögulegt að staðfesta hann, hvort hann sé leyndur eða hafi mátt vera seljendum kunnugur, umfang gallans og kostnað við umbætur.

Í mörgum tilvikum hafa lögmenn Lögþings náð sátt í gallamálum, þótt mál hafi ratað til dómstóla.

Þá hafa lögmenn Lögþings rekið mál fyrir kaupendur og húsfélög vegna margvíslegra galla á séreignum og sameignum í nýbyggðum fjöleignarhúsum. Í þessum málum hefur bæði reynt á ábyrgð seljanda, sem og skaðabótaábyrgð byggingarstjóra, hönnuða og iðnmeistara. Samhliða hefur verið gerð krafa í lögboðnar starfsábyrgðartryggingar löggiltra fasteignasala, byggingarstjóra og hönnuða hjá vátryggingafélögum.

Nágranna gert með dómi að fjarlægja ösp og grenitré

Þann 23. maí 2023 var uppkveðinn dómur í héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem fallist var á kröfur umbj. stofunnar, um að nágranna hans væri gert skylt að fjarlægja ösp og grenitré á lóð sinni.  Guðbrandu...

LESA
Seljendur fasteignar sýknaðir af gallakröfu

Með dómi Landsréttar 19. mars. sl. sýknaði rétturinn seljendur fasteignar af gallakröfu kaupenda sem nam rúmlega sex milljónum króna.  Auk þess sem kaupendum var gert að greiða seljendum afsalsgreiðsl...

LESA