Með dómi Landsréttar 10. júní 2022 voru hækkaðar miskabætur til fyrrum íbúa Bræðraborgarstígs 1. Þá staðfesti Landsréttur jafnframt ákvæði héraðsdóms um dæmdar miskabætur til aðstandenda hina látnu íbúa. Málinu var ekki áfrýjað til Hæstaréttar og er dómur Landsréttar því endanlegur.
Landsréttur dæmdi systkinum hinna látnu sömuleiðis miskabætur, en bótaréttur aðstandenda hefur hingað til verið takmarkaður við maka, börn og foreldra, sbr. 2. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Dómurinn er því stefnumarkandi hvað varðar réttindi systkina.