Hæstiréttur staðfestir úrskurð Landsréttar í kyrrsetningarmáli

By Guðbrandur Jóhannesson
Dec 10, 2021

Þann 9. desember 2021, var uppkveðinn dómur í Hæstarétti, þar sem staðfestur var úrskurður Landsréttar og lagt fyrir sýslumanninn á höfuðborgasvæðinu að gera kyrrsetningu hjá sóknaraðila HD verki ehf., 

Umbj. stofunnar, voru annars vegar íbúar hússins að Bræðraborgarstíg og hins vegar nánustu aðstandendur þeirra þriggja sem létust í brunanum. Félagið HD verk ehf. er þáverandi eiganda Bræðraborgarstígs 1, sem brann með vofvænlegum hætti um mitt ár 2020.

Umbj. stofunnar telja sig  skaðabótakröfur á hendur HD verki ehf., vegna tjóns sem þau urðu fyrir þegar fjölbýlishúsið að Bræðraborgarstíg 1 í Reykjavík brann. Af því tilefni kröfðust þau kyrrsetningar hjá félaginu til tryggingar þeim. Hæstiréttur féllst á að skilyrðum 5. gr. laga nr. 31/1990 um kyrrsetningu, lögbann o.fl. væri fullnægt. Vísaði rétturinn til þess að meginstarfsemi HD verk  ehf. hefði verið rekstur og útleiga fasteigna, en félagið hefði á nokkurra mánaða tímabili látið frá sér að verulegu leyti þær fasteignir sem mynduðu tekjur í rekstri þess. Var því talið sennilegt að draga myndi mjög úr líkindum þess að fullnusta krafna varnaraðila fengist eða að hún yrði verulega örðugri ef kyrrsetning færi ekki fram. Hinn kærði úrskurður Landsréttar var því staðfestur og lagt fyrir sýslumann að gera kyrrsetningu hjá H ehf. fyrir kröfu hvers varnaraðila.

Guðbrandur Jóhannesson landsréttarlögmaður rak málið fyrir héraði og Landsrétti