Búskipti og gjaldþrot

Á Lögþingi starfa sérfræðingar á sviði gjaldþrotaréttar. Á það við um formleg skipti á gjaldþrotabúum einstaklinga og fyrirtækja, nauðasamningsumleitanir og fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. Þá aðstoðum við einstaklinga sem óska eftir að fá úrskurð um gjaldþrot vegna erfiðrar greiðslustöðu.

Lögmenn Lögþings taka að sér skiptastjórn á þrotabúum, dánarbúum og við fjárskipti milli hjóna. Einnig búum við yfir mikilli reynslu við að gæta hagsmuna erfingja við skipti dánarbúa, og hjóna eða sambúðarfólks við fjárskipti.

Helstu verkefni sérfræðinga okkar á sviði gjaldþrotaréttar:

  • Skiptastjórn í þrotabúum.
  • Aðstoð við eigendur gjaldþrota félaga.
  • Nauðasamningar samkvæmt heimild í lögum um gjaldþrotaskipti.
  • Fjárhagsleg endurskipulagning.
Er lánsábyrgðin þín lögmæt?

Hér er greint frá dómi sem skýrir hvernig ábyrgð á lánum af hálfu ábyrgðarmanna  getur orðið ógild ef lánveitendur uppfylla ekki skyldur sínar gagnvart ábyrgðarmönnum með hliðsjón af lögum um ábyrgðar...

LESA