Búskipti og gjaldþrot

Á Lögþingi starfa sérfræðingar á sviði gjaldþrotaréttar. Á það við um formleg skipti á gjaldþrotabúum einstaklinga og fyrirtækja, nauðasamningsumleitanir og fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. Þá aðstoðum við einstaklinga sem óska eftir að fá úrskurð um gjaldþrot vegna erfiðrar greiðslustöðu.

Lögmenn Lögþings taka að sér skiptastjórn á þrotabúum, dánarbúum og við fjárskipti milli hjóna. Einnig búum við yfir mikilli reynslu við að gæta hagsmuna erfingja við skipti dánarbúa, og hjóna eða sambúðarfólks við fjárskipti.

Helstu verkefni sérfræðinga okkar á sviði gjaldþrotaréttar:

  • Skiptastjórn í þrotabúum.
  • Aðstoð við eigendur gjaldþrota félaga.
  • Nauðasamningar samkvæmt heimild í lögum um gjaldþrotaskipti.
  • Fjárhagsleg endurskipulagning.
Verktaki sýknaður af riftunarkröfu þrotabús Torgs

Héraðsdómur Reykjaness sýknaði umbj. stofunnar af riftunarkröfu þrotabús Torgs í dag.  Forsaga málsins er sú að umbj. stofunnar dreifði Fréttablaðinu skv. verksamningi og fékk greitt skv. útgefnum re...

LESA
Er lánsábyrgðin þín lögmæt?

Hér er greint frá dómi sem skýrir hvernig ábyrgð á lánum af hálfu ábyrgðarmanna  getur orðið ógild ef lánveitendur uppfylla ekki skyldur sínar gagnvart ábyrgðarmönnum með hliðsjón af lögum um ábyrgðar...

LESA