Barnaverndarmál

Á Lögþingi starfa lögmenn sem hafa áratugareynslu af réttarsviðinu. Reynsla lögmanna Lögþings af barnaverndarmálum spannar vítt svið; allt frá því að aðstoða einstaklinga við að gæta réttar síns gagnvart barnaverndarnefndum til starfa fyrir barnaverndarráð Íslands (forvera barnaverndarstofu).

Helstu verkefni sérfræðinga okkar eru:

Að aðstoða skjólstæðinga við að gæta réttar síns gagnvart barnaverndarnefndum þegar ekki er um að ræða þvingunarráðstafanir; t.d. við sértæka aðstoð barnaverndar við fjölskyldu, eftirlit með heimili og töku barna af heimili með samþykki forsjáraðila. Lögmenn Lögþings fylgja málinu eftir eins lengi og þörf er á og eru skjólstæðingnum ætíð innan handar við meðferð málsins þar til afskiptum barnaverndar lýkur og máli er lokað.

Aðstoð við skjólstæðinga þegar þvingunarráðstöfunum er beitt; þ.e. taka barns af heimili án samþykkis foreldra. Ef svo háttar til aðstoða lögmenn Lögþings skjólstæðinga við að eiga samskipti og gera kröfur fyrir barnaverndarnefnd, sjá um kærur til úrskurðarnefndar velferðarmála og flytja mál fyrir dómstólum. Í slíkum málum er veitt lögbundin gjafsókn.